
Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Magnús Þór Sigmundsson.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Portúgal og Noregs í milliriðli á EM karla í handbolta.

Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til að stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Í miðju doktorsnámi fékk Kristín Jóhannesdóttir hugmynd að listaverki sem hún varð að gera og úr varð kvikmyndin Á hjara veraldar. Síðan hefur hún starfað sem leikstjóri þó oft hafi gefið á bátinn. En ástríðan hefur haldið henni við efnið í tæp 40 ár. Kristín segir hér sögu sína sem brautryðjandi í kvikmyndagerð.
Finnskir heimildarþættir. Jessica Stolzmann kaupir sér kolefnisjafnaðan hamborgara í Finnlandi en kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Fjallað er um hvernig við kaupum okkur oft hreina samvisku á kostnað umhverfisins.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Spánar og Frakklands í milliriðli á EM karla í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Leiknir norskir þættir byggðir á sönnum atburðum. Vinirnir Benjamin og Elias eru 15 ára og horfa spenntir til framtíðar. Einn örlagaríkan janúardag árið 2001 breytir skelfilegur atburður öllu. Aðalhlutverk: Sam Ashraf, Emil Stenseth, Torbjørn Aamodt og Lee Boardman. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttur þar sem rýnt er í tónlistarmyndbönd poppstjörnunnar Whitney Houston. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og söngkonuna sjálfa.
Breskir sakamálaþættir byggðir á sönnum atburðum. Þættirnir lýsa atburðarás sem hófst með kynnum háskólakennarans Peter Farquhar og nemandans Ben Field og leiddi til tveggja dauðsfalla, flókinnar lögreglurannsóknar og réttarhalda. Aðalhlutverk: Éanna Hardwicke, Conor MacNeill, Adrian Rawlins og Amanda Root. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.


Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Jojo er alveg að verða fimm ára. Hún er svo heppin að búa í nágrenni við ömmu sína. Saman bralla þær ýmislegt

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón og handrit: Ari Páll Karlsson og Embla Bachmann. Ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Ísland er komið í efsta sæti í milliriðli á EM karla í handbolta 2. Vinsældir teiknimyndarinnar KPop Demon Hunters 3. Þorrinn hófst á föstudaginn.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Þýskalands og Danmerkur í milliriðli á EM karla í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.