Þáttaröð um leikið efni í Sjónvarpinu. Sýnd eru brot úr leikritum og listamenn sem tengjast verkunum segja frá. Dagskrárgerð: Hallmar Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson.
Í þessum þætti er sýnt úr verkunum Draugasaga, Galdra-Loftur, Djákninn, Skollaleikur og Tilbury. Sögumenn eru Egill Eðvarðsson, Pétur Einarsson, Sveinn Einarsson, Viðar Víkingsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.
Þriðja þáttaröðin um hringfarann Kristján Gíslason og ævintýraleg ferðalög hans um heiminn á mótorhjóli. Árið 2019 fór hann niður Afríku og á ferðalaginu fær hann að reyna allt frá borgarastríði til stórbrotinnar náttúru, kynnist einstökum ættbálkasamfélögum og kemst í kynni við einhver hættulegustu dýr heims.
Í fimmta þætti lýkur ferðalagi Kristjáns Gíslasonar um fátækustu heimsálfu jarðar. Hann mætir miklum áskorunum en líka góðmennsku og yndislegu fólki. Ásdís Rósa eiginkona Kristjáns og Baldur sonur hans hjóla með honum síðasta spölinn í þessu erfiða en stórkostlega ferðalagi. Ekkert er eins og Afríka.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Lína langsokkur frumsýnd 2. Fíll í matvörubúð 3. Póníhestasund. Embla Bachmann er þulur dagsins.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.
Anna Birna Þráinsdóttir lögfræðingur ákvað dag einn að einfalda líf sitt sem fram að því hafði einkennst af mikilli streitu og álagi. Í hönd fór „einföldunin mikla“. Hún settist að undir Steinafjalli í Eyjafjöllum þar sem hún ræktar kál og heldur kindur. Þar líður henni vel enda jörðin sú fegursta á landinu, að hennar sögn. Og Steinafjall er fjallið hennar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dularfullt andlát íslensk-bandarísku dragdrottningarinnar Heklínu hefur vakið heimsathygli. Hún lést fyrir tveimur árum og vinir hennar og aðdáendur víða um heim vilja fá svör við spurningunni um hvað kom fyrir hana. Fréttaskýringaþátturinn Þetta helst á Rás 1 hefur fjallað ítarlega um andlát Heklínu. Rætt er við Þóru Tómasdóttur fréttamann í þættinum.
Öll gögn sýna að við stefnum að útrýmingu heimsins segir Thomas Halliday. Þeir sem haldi öðru fram þekki annað hvort ekki gögnin eða eru að ljúga. Thomas var einn ræðumanna á Umhverfisþingi í Hörpu í dag.
Íshokkí veitir börnum nauðsynlega útrás og styrkir sjálfsmynd þeirra, segir íshokkídrottningin Sarah Smiley sem er einn farsælasti þjálfari Skautafélags Akureyrar. Guðrún Sóley heimsótti Söruh á dögunum.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Þýsk leikin þáttaröð um líf og starf ljósmæðranna Nalan, Önnu og Gretu sem takast á við óvæntar aðstæður á hverjum degi. Aðalhlutverk: Mariam Hage, Anna Schudt og Lydia Lehmann. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Bresk heimildarmynd frá 2021 þar sem fylgst er með daglegu lífi mjólkurkýr á mjólkurbúi. Myndin var tilnefnd til BAFTA-verðlauna sem besta heimildarmyndin. Leikstjóri: Andrea Arnold.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.