Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um kílómetragjald, sem taka á gildi um áramót. Þá verður sérstakt kílómetragjald lagt á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti - eins og rafbíla - en olíugjöld felld niður. Skiptar skoðanir eru á gjaldinu og útfærslu þess. Gagnrýnendur óttast til að mynda að nýtt kerfi hækki vöruverð utan höfuðborgarinnar og skerði samkeppnishæfni framleiðenda á landsbyggðinni. Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, eru gestir Kastljóss.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi verkið Elskan, er ég heima? um helgina. Þetta er frumraun Ilmar Kristjánsdóttur sem leikstjóra en Edda Björgvinsdóttir fer með eitt hlutverka - auk þess að leiða jógaæfingar fyrir leikhópinn, eins og við komumst að þegar við litum á æfingu.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Kópavogs og Hornafjarðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Ragnhildur Thorlacius.
Lið Hornafjarðar skipa Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og forstöðumaður Hornafjarðarsafna, Friðbjörn Garðarsson lögmaður og Friðrik Rúnar Garðarsson læknir.
Lið Kópavogs skipa Guðmundur Hákon Hermannsson verkfræðinemi, Reynir Bjarni Egilsson viðskiptafræðingur og Rannveig Ásgeirsdóttir læknaritari og verslunareigandi.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Við ræðum við Vladirmir Kara-Murza, sem er rússneskur stjórnarandstæðingur. Hann hefur lifað af tvær eitranir og fékk 25 ára fangelsisdóm í öryggisfangelsi í Síberíu fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu. Hann fékk frelsi í fangaskiptum í fyrra.
Þá eru margar spurningar um framhaldið þegar vopnahlé er komið á, á Gaza. Til að ræða það mál koma Hallgrímur Indriðason fréttamaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef.
Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
Í þessum þætti liggur leiðin til Markerville þar sem við hittum olíumanninn Stephan Benediktson og bóndann Iris Bourne sem eru eftirlifandi barnabörn Stephans G. Stephanssonar.

Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hæstiréttur úrskurðaði í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR gegn bönkunum í dag, þar sem deilt var um hvort ákveðnir skilmálar á lánum með breytilegum vöxtum væru lögmætir eða ekki. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar Íslandsbanka væru ólöglegir. Bankinn mætti ekki miða við annað en stýrivexti þegar vöxtunum væri breytt. Málið er eitt af fjórum sambærilegum málum sem fara fyrir réttinn. Gestir þáttarins eru Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um að fella niður neitunarvald einstakra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að breyta svonefndum vaxtarmörkum – mörkum þar sem byggð má rísa. Skiptar skoðanir eru á því hvort það flýti fyrir nauðsynlegri uppbyggingu eða stefni skipulagi höfuðborgarinnar í óreiðu. Við kynnum okkur málið í lok þáttar.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Í þættinum sláumst við í hóp með rímnaelskum leikskólakrökkum, skoðum lækningamátt þess að segja haltu kjafti, ræðum um uppruna sköpunargáfunnar, sjáum hvernig ljóð geta verið haldreipi í áföllum og margt fleira.
Breskt drama frá 2021 um Talithu Campbell, dóttur auðugs athafnamanns, sem er handtekin, grunuð um morð á skólasystur sinni. Lögmaðurinn Cleo Roberts er ráðin til að verja Talithu á meðan lögregla og saksóknari vinna hörðum höndum að því að sanna sekt hennar. Aðalhlutverk: Celine Buckens, Tracy Ifeachor og Joseph Payne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Ben Zand rannsakar líf og störf nokkurra alræmdustu glæpamanna heims. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.