Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Steinefnadrykkir fást nú í tugatali í verslunum, ýmist í töflu- eða drykkjarformi. Kynningarefni þeirra er að hluta til beint til ungra neytenda, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti Landlæknis ræðir kosti og galla steinefna-fæðubótar. Ólafur Jóhann Ólafsson skrifaði leikritið Íbúð 10b sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið og Baltasar Kormákur tók sér hlé frá öðrum verkefnum til að leikstýra því. Lyndistákn geta haft margræða merkingu sem kynslóðir skilja á ólíka vegu. Anna Steinsen útskýrir helstu emoji-hættusvæðin.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Garðabæjar og Hveragerðis. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Lára Ómarsdóttir fréttakona.
Lið Garðabæjar skipa Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir húsmóðir, Ásgrímur Gunnarsson hagfræðinemi og Unnur Alma Thorarensen hjúkrunarfræðingur og vísindaritari.
Lið Hveragerðis skipa Úlfur Óskarsson býflugnabóndi sem starfar hjá Landbúnaðarháskólanum, Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði og Eyþór Heimisson nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði.
Danskir heimildarþættir um fjölskyldur barna með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD. Í þáttunum fylgjum við þremur fjölskyldum eftir í átta vikna meðferð þar sem foreldrarnir breyta atferli sínu og nýta sér sérstakar uppeldisaðferðir í von um að draga úr einkennum ADHD hjá börnum sínum.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Glænýjar bækur eru til umfjöllunar i Kilju vikunnar. Við ræðum um þrjár skáldsögur, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur, Sjá dagar koma eftir Einar Kárason og Hyldýpi eftir Kára Valtýsson. Spessi segir okkur frá nýrri ljósmyndabók eftir sig sem nefnist Tóm. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir segir frá þýðingu sinni á ljóðabókinni Ariel eftir Sylvia Plath. Þetta er einhver frægasta ljóðabók 20. aldarinnar - leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur okkur svo magnað kvæði úr henni sem nefnist Lafði Lasarus. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur, þær eru Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson - þar segir frá rithöfundinum Ástu Sigurðardóttur – Flóttinn á norðurhjarann eftir Nönnu Rögnvaldardóttur og Sporbaugur eftir Samantha Harvey en sú bók hlaut Booker-verðlaunin 2024.
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland sumarið 2011 ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.
Við Mývatn rekst Andri á mjög athyglisverða konu sem gengur um með hrút í bandi og hjörð af lömbum á eftir sér. Norður á Húsavík votta Andri og Tómas limi Páls Arasonar virðingu í Reðursafninu heimsfræga. Eftir bað í ostakarinu, einu best geymda leyndamáli Húsvíkinga, er ferðinni svo heitið á bíladagana á Akureyri. Þar kynnist Andri orginal töffara. Á Dalvík spáir Andri í veðrið með meðlimum veðurklúbbsins áður en hann drífur sig á sveitaball á Höfða, lengst inn í Svarfaðardal.

Bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Árið 1997 hurfu fjórir krakkar úr Silfruskógi. Tuttugu og þremur árum seinna ákveður strákur einn að komast að því hvað í raun og veru gerðist í skóginum þennan örlagaríka dag.
Louis þarf að sannfæra vini sína að fylgja sér í dularfullan leiðangur.
Kristín og Arnór kynnast dularfullri stelpu sem grunar sögukennarann um eitthvað skuggalegt. Hvað ætli sé í gangi hjá honum Sigurjóni sögukennara?
Leikarar: Kristín Erla Pétursdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Agnes Wild og Karl Pálsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Arnór og Kristín eru búin að flækjast inn í njósnaleik Addúar, sem er sannfærð um að sögukennarinn sinn sé galdrakarl. Þegar Addú klifrar inn um gluggann á íbúð kennarans, elta Arnór og Kristín hana, og þar inni er heldur betur drungalegt um að litast.
Íslensk þáttaröð í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar. Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Meðal leikenda eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir.
Snædís verður vitni að alvarlegu atviki. Verðmætu silfri er stolið úr Hússtjórnarskólanum og Hekla liggur strax undir grun.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jakob Birgisson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
Berglind Festival sýnir annan þáttinn af þremur um sögu íslensku konunnar.
Alaska1867 frumflytur lagið Sorry í lok þáttar.

Breskir sakamálaþættir frá 2021 um rannsóknarlögreglumanninn Roy Grace sem er þekktur fyrir að nota óhefðbundnar aðferðir í starfi. Þegar vinur hans og kollegi Glenn Brason biður hann um aðstoð dregst Grace inn í flókna rannsókn. Aðalhlutverk: John Simm og Richie Campbell. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frönsk gamanmynd um kaþólsk hjón sem þurfa að endurskoða lífssýn sína þegar dætur þeirra fjórar giftast allar mönnum af ólíkum trúarbrögðum og uppruna. Leikstjóri: Philippe de Chauveron. Aðalhlutverk: Christian Clavier, Chantal Lauby og Ary Abittan.