
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Breskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
Heimildarmynd um Echan Deravy sem gengur berfættur þvert yfir Ísland og aftur tilbaka í þeim tilgangi að sýna fólki fram á mikilvægi jarðtengingar. Við kynnumst lífi hans í Japan og fylgjum honum frá Þingvöllum norður Kjöl til Skagafjarðar. Þaðan fylgjum við honum suður Sprengisand og Fjallabaksleið til Víkur í Mýrdal. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Handrit: Steingrímur Jón Þórðarson og Gunnar Sigurðsson.
Ástin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?
Fróðlegur og skemmtilegur þáttur um fólk sem á rætur um allan heim, en hefur af ólíkum ástæðum sest að á Íslandi. Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því að þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins að staldra við, en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þessum síðasta þætti Róta er fjallað um birtingarmyndir innflytjenda í fjölmiðlum. Við förum í fjölskylduboð hjá bandarískri ömmu sem býr til ekta New York-lasagna og heyrum sögu Anups Gurung, Nepala sem hefur búið í Skagafirði árum saman. Hann komst fyrst á snoðir um Ísland eftir að hann heyrði lag með Pöpunum heima í Kathmandu.
Íslensk heimildarmynd um þríbura. Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jónsson eiga von á þríburum. Fyrir eiga þau rúmlega ársgamlan dreng. Við fáum að vera fluga á vegg í lífi fjölskyldunnar sem tekst á við margvíslegar áskoranir og fær óvæntan bónusglaðning í miðri á. Við skyggnumst líka inn í líf þríbura á öllum aldri, sjáum skemmtileg myndskeið og veltum fyrir okkur hvernig sé að alast upp sem þríburi.

Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Við kynnumst hinni ævafornu veru Loft sem hefur fengið að lifa óáreitt í milljónir ára þangað til jarðormar skemma allt. Loft tapar klútnum sínum og þar með uppsprettu galdrarmáttar þess.

Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.

Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leiki Englands og Wales og Hollands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Englands og Wales á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.
Leiðsögumenn þáttarins fara til Heimaeyjar og Gunnar Karl passar upp á að Sverrir Þór endi ekki á nærbuxunum einum fara uppi á sviði í Herjólfsdal. Það gengur á ýmsu á leiðinni en þegar komið er á áfangastað taka Gísli Matt og fjölskylda á móti þeim eins og þeim einum er lagið. Á eyjunni grænu er skemmtilegt fólk, góður matur og ljúfir tónar. Svona á að halda veislu.
Fjórða og síðasta þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir eru byggðir á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Vinkonurnar eru á fullorðinsaldri og lifa ólíku lífi en vináttan heldur enn. Aðalhlutverk: Alba Rohrwacher, Irene Maiorino og Fabrizio Gifuni. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2023 um Viku, 84 ára gamla pólska konu sem enduruppgötvaði sjálfa sig þegar hún fór á eftirlaun og gerðist plötusnúður. Í dag spilar Vika reglulega á næturklúbbum Varsjár og neitar að láta aldurinn stöðva sig. Leikstjóri: Agnieszka Zwiefka.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leiki Englands og Wales og Hollands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Hollands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leikjum Englands og Wales og Hollands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.