
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Finni Krumpa prumpuskrímsli fólk í vanda, tekur hún til sinna handa. Hún sturtar í sig nokkrum rúsínum og þá þýtur hún prumpandi af stað. Hún flýgur um allt, hátt og lágt með prumpuský í eftirdragi. Best að halda niðri í sér andanum skyldi hún fljúga fram hjá!
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum þætti skoðar Ævar dýr. Jane Goodall er vísindamaður dagsins, við rannsökum Mantis-rækjuna og syngjum liti sem enginn sér nema hún. Við smökkum orkustangir úr krybbum, skoðum Vitsugu-vespur, setjum rykmaura undir smásjánna og svo ætlar Ævar að heimsækja hest sem kann bæði að telja og mála.
Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins Auðunn Blöndal, Katrín Jakobsdóttir og Mikael Kaaber.
Retro Stefson flutti jólaútgáfu af laginu Velvakandasveinn.
Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Tómas Jónsson flytja lagið Ef ég nenni með sínu nefi.
Berglind Festival hefur áhyggjur af framtíð íslenska jólamatarins.
Retro Stefson og Hildur Vala enda þennan jólaþátt á laginu Fyrir jól.
Tónleikaupptaka sem gerð var í desember 2020 í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Ellen Kristjánsdóttir, KK og Jón Ólafsson flytja gömlu góðu íslensku jólalögin sem ómuðu úr viðtækjum landsmanna á fyrstu áratugum Rásar 1. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Hanna Margrét Kristleifsdóttir fæddist með klofinn hrygg. Hún brosir í lífsins ólgusjó og mottóið er að gefast aldrei upp.
Þættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
Valdimar, GusGus, Margrét Eir og Páll Rósinkrans og Leoncie.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
Upptaka frá jólaballi SÁÁ fyrir alla fjölskylduna. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson taka á móti góðum gestum í Norðurljósasal Hörpu og hver veit nema jólasveinarnir kíki í heimsókn? Börn og foreldrar eru hvött til að taka þátt heima í stofu og dansa í kringum jólatréð. Stjórn útsendingar: Kristinn Brynjar Pálsson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti halda nokkrir aðstoðarmenn jólasveinanna litla desemberhátíð fyrir flóttamenn og hælisleitendur.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Nói og Amína skemmta sér vel í þrúguhlaupinu en Týr er miður sín – hann getur ekki einu sinni blásið jólakúlur lengur!
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn bjóða afa á leiksýninguna "Ólafur Liljurós" í stofunni.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir ólst upp á Akranesi. Við kynnumst æskuslóðum hennar á Skaganum og komumst að því hvar þetta byrjaði allt saman.

Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Guðrún Karls Helgudóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson.
Ævintýramynd fyrir fjölskylduna frá 2010 í leikstjórn Tims Burtons. Lísa er orðin 19 ára og snýr aftur til töfraheimsins sem hún heimsótti í æsku. Þar bíður hennar mikilvægt verkefni – að binda enda á ógnarstjórn Hjartadrottningarinnar. Aðalhlutverk: Mia Wasikowska, Johnny Depp og Helena Bonham Carter.

Rómantískt gamanmynd frá 2005 um Meredith sem hittir fjölskyldu kærasta síns, Elliots, í fyrsta sinn þegar þau ákveða að eyða jólunum á æskuheimili hans. Meredith er heldur lokuð og íhaldssöm og upplifir sig á skjön við frjálslynda fjölskyldu Elliots. Leikstjóri: Thomas Bezucha. Aðalhlutverk: Sarah Jessica Parker, Dermot Mulroney, Diane Keaton, Rachel McAdams, Luke Wilson og Claire Danes.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.