Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til að stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Í miðju doktorsnámi fékk Kristín Jóhannesdóttir hugmynd að listaverki sem hún varð að gera og úr varð kvikmyndin Á hjara veraldar. Síðan hefur hún starfað sem leikstjóri þó oft hafi gefið á bátinn. En ástríðan hefur haldið henni við efnið í tæp 40 ár. Kristín segir hér sögu sína sem brautryðjandi í kvikmyndagerð.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bandaríkin eru enn á ný í brennidepli eftir að fulltrúar innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, skutu almennan borgara til bana í Minneapolis í Minnesota um helgina. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem liðsmenn ICE drepa þar almennan borgara. Ríkisstjórn Donalds Trump liggur undir þungu ámæli vegna harðra aðgerða Innflytjendastofnunarinnar, og það hefur orðið enn háværara eftir drápin. Gestir Kastljós eru Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Þegar Kristjana Ósk kynntist því í starfi sínu hvað tæknilausnir voru vannýttar og skammt á veg komnar í íslensku heilbrigðiskerfi fékk hún hálfgert áfall. Hún ákvað því að taka málin í sínar hendur og sækja sér þekkingu erlendis - með það að markmiði að snúa hlutunum við. Hún segir að gervigreind og tækni geti leyst ýmis vandamál í heilbrigðiskerfinu.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Leiknir norskir þættir byggðir á sönnum atburðum. Vinirnir Benjamin og Elias eru 15 ára og horfa spenntir til framtíðar. Einn örlagaríkan janúardag árið 2001 breytir skelfilegur atburður öllu. Aðalhlutverk: Sam Ashraf, Emil Stenseth, Torbjørn Aamodt og Lee Boardman. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarþáttur þar sem rýnt er í tónlistarmyndbönd poppstjörnunnar Whitney Houston. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og söngkonuna sjálfa.
Breskir sakamálaþættir byggðir á sönnum atburðum. Þættirnir lýsa atburðarás sem hófst með kynnum háskólakennarans Peter Farquhar og nemandans Ben Field og leiddi til tveggja dauðsfalla, flókinnar lögreglurannsóknar og réttarhalda. Aðalhlutverk: Éanna Hardwicke, Conor MacNeill, Adrian Rawlins og Amanda Root. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón og handrit: Ari Páll Karlsson og Embla Bachmann. Ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Ísland er komið í efsta sæti í milliriðli á EM karla í handbolta 2. Vinsældir teiknimyndarinnar KPop Demon Hunters 3. Þorrinn hófst á föstudaginn.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Þýskalands og Danmerkur í milliriðli á EM karla í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.