Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Þáttaröð þar sem Jónas Sen heimsækir átta íslenska söngvara og spjallar við þá um heima og geima. Þættirnir voru frumsýndir 2011. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Ein fegursta tenórrödd þjóðarinnar fær að njóta sín í þættinum. Brugðið verður ljósi á stöðu Garðars Thórs í óperuheiminum í dag, útrásina, plötuútgáfu, mismunandi gerðir tenóra og tilhneigingu landans til að setja listamenn í skúffur.
Danskir þættir þar sem við kynnumst fatahönnuðum sem leggja áherslu á fjölbreytileika og sjálfbærni.
Íslensk heimildarmynd um Þorbjörn Pétursson, fjárbónda og einsetumann sem þurfti að bregða búi vegna veikinda og neyddist í kjölfarið til að fella allt sauðfé sitt. Þar á meðal var fjárhópur sem Þorbjörn hafði alið sérstaklega og kallaði Svarta gengið. Hann ákvað að heiðra minningu Svarta gengisins með þeim hætti sem honum þótti við hæfi og jarðsetja það heima í stað þess að senda það til slátrunar. Dagskrárgerð: Kári G. Schram. Framleiðsla: Moment Films.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að fræðast um silungsveiði i Mývatni, við skoðum tæki og tól í Vik í Mýrdal, við kikjum inn í slaturhús sem fengið hefur nýtt hlutverk og kynnumst því hvernig hestar eru notaðir við endurhæfingu fólks.
Sænskir þættir um keramikgerð þar sem Ika Johannesson ræðir við fólk sem hefur lagt fyrir sig keramiklist og kynnist ýmsum aðferðum við að búa til muni úr leir.
Matgæðingarnir og bræðurnir Adam og James Price ferðast um Bretland og töfra fram kræsingar sem eru vinsælar þar í landi.
Heimildarþættir frá 2022 sem fjalla um tónlistarmyndbönd nokkurra af stærstu poppstjörnum heims. Rætt er við leikstjóra, danshöfunda, gagnrýnendur og listafólkið sjálft.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum hlutum um mannskæð snjóflóð sem féllu á byggðina í Norðfirði 20. desember 1974 og sópuðu burt öllu sem á vegi þeirra varð.
Í fyrsta þætti er fjallað um einangrað bæjarfélag og lífshættulegar aðstæður í fjallinu ofan við bæinn. Farið er yfir dagana fyrir flóðin og sagt frá fólkinu sem lenti í fyrra flóðinu.
Þorir þú að ræða allt við maka þinn? Í þessum norsku þáttum spyrja hugrökk pör hvort annað óvæntra spurninga.
Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Áróra er 7 ára í dag og Loft er löngu hætt að telja sín afmælisár. Sunna og Máni gera við bilað útvarp en Loft gæti nú tekið þau til fyrirmyndar.
Víkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin.
Í þessum þáttum kynnumst við afkvæmum dýra frá mismunandi stöðum um allan heim. Við fræðumst um hvernig þau þroskast, hvernig þau sækja sér æti og svo margt margt fleira.
Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. Í þessum þætti er fjallað um Guðmund frá Reykhólum, um bókina Virkisvegg og Jón Thoroddsen. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Á sama tíma og andleg heilsa Benedikts fer versnandi lendir hann í átökum við Svanhvíti um niðurskurð í fjárveitingum, sérstaklega varðandi fyrirheitna geðdeild. Steinunn stendur frammi fyrir áskorunum bæði í fjölskyldulífi og vinnu. Grímur reynir að styðja Benedikt en spennan eykst og Benedikt er einangraður og óstöðugur.
Bandarísk bíómynd frá 2008. Eftir Watergate-hneykslið tók breski sjónvarpsmaðurinn David Frost nokkur viðtöl við Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og á þeim er þessi mynd byggð. Nixon þagði í þrjú ár eftir að hann hraktist úr embætti en sumarið 1977 féllst hann á að ræða um forsetatíð sína og Watergate-hneykslið í einu sjónvarpsviðtali. Fyrir það fékk hann vel borgað og valdi sjálfur spyrilinn enda hélt hann að að hann gæti vafið Bretanum um fingur sér og rétt hlut sinn í huga bandarísku þjóðarinnar. En annað kom á daginn þegar kveikt var á myndavélunum. Leikstjóri er Ron Howard og aðalhlutverk leika Frank Langella og Michael Sheen. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarmynd um ævi bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse þar sem foreldrar hennar og nánustu vinir deila sögum af henni. Myndin var gerð af því tilefni að árið 2021 voru tíu ár frá því að Amy Winehouse lést.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
The second season of this Icelandic drama series. Benedikt Ríkharðsson returns to politics after taking a leave of absence from the post of prime minister, due to living with bipolar disorder. He finds various misconceptions in the political system about society that he finds difficult to change, as he is stigmatised because of prejudice against mental illness. Starring Ólafur Darri Ólafsson and Anita Briem. Directors: Arnór Pálmi Arnarson and Katrín Björgvinsdóttir.
At the same time as Benedikt's mental health is deteriorating, he gets into a fight with Svanhvít over budget cuts, especially regarding the promised psychiatric ward. Steinunn faces challenges both in family life and work. Grímur tries to support Benedikt, but tensions rise and he is increasingly isolated and unstable.