
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi Strútapabbi, dulbúinn sem jólasveinn ætlar að færa börnum sínum gjafir þegar krákur ræna öllum gjöfunum! Hann verður að bjarga gjöfunum og jólunum um leið!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Ný sería um hinn vinsæla Bjössa Brunabangsa! Í þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Teiknimyndaþættir um moldríku öndina Jóakim aðalönd, seinheppna frænda hans, Andrés önd, og félaga þeirra í Andabæ.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Norsk heimildarmynd um úrræði fyrir drengi sem eiga af ýmsum ástæðum erfitt með að standast þær kröfur sem skólakerfið gerir til þeirra. Í myndinni fylgjumst við með hópi drengja í tveggja vikna námsbúðum sem eru sérstaklega hugsaðar til að ná til þeirra, vekja hjá þeim áhuga á námsefninu og auka skilning.

Þáttur frá árinu 1995 um þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Framleiðandi: Samver.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í jólaþætti Landans fjöllum við um heppni. Hvað er heppni og af hverju eru sumir heppnari en aðrir eða óheppnari en flestir?
Við heimsækjum fjölskyldu sem rekur kaffihús í Hafnarfiði og fylgjum listakonu sem ferðaðist alla leið á Norðurpólinn til að vinna að list sinni. Við spáum í berdreymi Íslendinga og ræðum við fjölskyldu sem heldur jólin á nýjum stað á hverju ári.
Íslensk heimildarmynd frá 2022. Árni Jón Árnason er á 73. aldursári þegar hann kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Við fylgjum Árna eftir í leit að svörum um uppruna sinn og kynnumst þroskasögu manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2022, hátíð íslenskra heimildakvikmynda. Framleiðsla: Allan Sigurðsson, Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundarson
Þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Fjallað er um íslenskar mataruppskriftir frá miðöldum og sérfræðingarnir greina erlend áhrif í íslenskri matarhefð. Mjöður, Spánarvín og bjórlíki koma við sögu og lifrarpylsan fær að kenna á því í Mýtunni. Stjörnukokkurinn fer nýstárlegar leiðir með matarkassann að þessu sinni þar sem lítið er af ferskmeti.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti er fjallað um íslenskar orður og sögurnar á bak við þær. Íslensk heiðursmerki og orður hafa verið afhent frá 1836 og að baki hverju þeirra eru merkilegar sögur og hefðir. Í þættinum fjöllum við sérstaklega um merki sem er kallað heiðursmerki endurreisnar lýðveldisins. Orðan er sögð vera úr gulli - en er allt sem sýnist?


Sögur eru alls staðar í kringum okkur. Þær eru ekki aðeins í bókum, bíómyndum og á leiksviðinu heldur líka í daglega lífinu, eins og í skólanum eða á íþróttavellinum. Í aðdraganda HM 2018 tengjum við saman bolta og bækur með því að sameina landsliðsfólk í fótbolta og landslið barnabókarithöfunda í umfjöllun um bolta og bækur. Auk þess fylgjumst við með æsispennandi keppni þar sem tíu krakkar keppast um að fá að vera boltaberi Íslands á HM.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þættinum útbúa Ylfa og Máni einfaldar og bragðgóðar samlokur sem hægt er að taka með í nesti eða fá sér eftir skóla.
Hér er uppskriftin:
Samloka:
Súrdeigsbrauð
Hummus eða gróft sinnep
Harðsoðin egg
Gúrka
Tómatar
Silkiskorin skinka
Spægipylsa
Ostur í sneiðum
Hummus:
1 krukka kjúklingabaunir 31/2 dl
2 msk vatn
2 msk tahini
2 msk sítrónusafi
1 hvítlauksrif pressað
1 tsk salt
1-2 msk ólífuolia
1 msk steinselja
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman þar til silkimjúkt
Geymist í 5-7 daga í ísskáp
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Finni Krumpa prumpuskrímsli fólk í vanda, tekur hún til sinna handa. Hún sturtar í sig nokkrum rúsínum og þá þýtur hún prumpandi af stað. Hún flýgur um allt, hátt og lágt með prumpuský í eftirdragi. Best að halda niðri í sér andanum skyldi hún fljúga fram hjá!

Norsk heimildarþáttaröð um ungt fólk og óvenjulega íþróttir sem það stundar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þriðja þáttaröð þessara stórbrotnu náttúrulífsþátta með David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum. Þættirnir eru talsettir á íslensku en sýndir með ensku tali á RÚV 2.

Heimildarþáttaröð um sögu hljóðversins Hljóðrita sem var stofnað árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Í hálfa öld hefur Hljóðriti verið vettvangur fyrir breiða flóru tónlistarmanna, en nýjum tímum fylgja nýjar áskoranir. Leikstjóri: Árni Þór Jónsson. Framleiðsla: Republik.

Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ditte tekst á við skjáfíkn ungra barna og veitir meðferð við eitraðri karlmennsku, þótt það kosti nokkur brotin hjörtu. Eftir því sem hún tengist samfélaginu í húsinu þéttari böndum, þeim mun fleiri verða verkefnin. Á fyrstu hæð búa flóttamenn í neyð, á þriðju hæð er meðvirkni og alkóhólismi og á annarri hæð býr umhverfissóði hússins – sem er líka formaður húsfélagsins.

Margverðlaunað drama frá 2007 byggt á samnefndri skáldsögu eftir Ian McEwan. Í sögunni segir frá því hvernig lygi þrettán ára stúlku leikur líf miðstéttarfjölskyldu á Englandi í sjötíu ár. Leikstjóri er Joe Wright og meðal leikenda eru James McAvoy, Keira Knightley, Brenda Blethyn, Julia West, Harriet Walter og Vanessa Redgrave.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
9. áratugurinn var sveiflukenndur hjá íslenska liðinu. Eftir velgengni á ÓL 1984 og HM 1986 voru væntingarnar skrúfaðar upp í 11 fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. Það fór illa. Væntingarnar voru því talsvert minni fyrir B-keppninni í Frakklandi í febrúar 1989. Bjórinn var leyfður á Íslandi sömu viku og úrslitaleikur keppninnar fór fram og því var tvöföld gleði hjá þjóðinni þegar gullið vannst í París. Hetjur liðsins á þessum árum voru m.a. Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Guðmundur Guðmundsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Einar Þorvarðarson, Jakob Sigurðsson, Sigurður Gunnarsson og margir, margir fleiri, allt undir styrkri stjórn Bogdans Kowalczyk.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Þriðja þáttaröð þessara stórbrotnu náttúrulífsþátta með David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum.

A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte confronts young children’s screen addiction and provides therapy for toxic masculinity, even if it leads to a few broken hearts. As she forms closer ties with the community in the building, the more tasks arise. On the first floor there are refugees in distress, the family on the third floor suffers from codependency, and on the second floor resides the building’s environmental mess - which also happens to be the chairman of the tenants’ association.