Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Garðabæjar og Akureyrar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður.
Lið Garðabæjar skipa Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir húsmóðir, Ásgrímur Gunnarsson hagfræðinemi og Unnur Alma Thorarensen hjúkrunarfræðingur og vísindaritari.
Lið Akureyrar skipa Börkur Már Hersteinsson lífeðlisfræðingur, framhaldsskólakennari við VMA og doktorsnemi, Urður Snædal prófarkalesari og Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og háskólakennari við HA.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er fötluð móðir, félagsfræðingur að mennt, aðgerðasinni og einstök listakona. Hún hefur frá unga aldri barist fyrir réttindum og breyttu viðhorfi til fatlaðs fólks.

Sænsk þáttaröð í þremur hlutum um mataræði og kúra. Í þáttunum er ferns konar mataræði prófað á fjórum pörum og fylgst með því hvaða áhrif mataræðið hefur á líkamlega heilsu þeirra.

Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.

Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Tólf listamenn veita innsýn í sköpunarferli sitt, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Fylgst er með Rögnu Róbertsdóttur á vinnustofu hennar í Reykjavík þar sem hún fer yfir verk sín á meðan hún býr þau til flutnings erlendis. Sigurður Guðjónsson leggur lokahönd á verkið Ævarandi hreyfing sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2022. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.


Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnumst við starfsemi Kvenfélagsins Hringsins sem veltir tugum milljóna á hverju ári, við fylgjumst með gróðurrannsóknum í nágrenni álversins á Reyðarfirði, við heimsækjum farsælan rithöfund í Húnaþingi og við hittum búningahönnuð á Þingeyri.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Heimildarmynd frá 2019 um feril argentínska fótboltakappans Diegos Maradona sem margir telja einn besta leikmann sögunnar. Leikstjóri: Asif Kapadia.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Beinar útsendingar frá Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Dagskrárgerð: Þuríður Davíðsdóttir. Kynnar: Bjarni Kristbjörnsson og Salka Gústafsdóttir.
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir og Sturla Holm.
Bein útsending frá fyrsta undankvöldi Skrekks 2025.