Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Framleiðsla: RÚV.
Keppendur eru Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason
Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum fjórða þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Guðnýju Halldórsdóttur um feril Guðnýjar og þau skoða saman brot úr myndum hennar. Sýnd eru brot úr myndunum Skilaboð til Söndru, Stella í orlofi, Kristnihald undir jökli, Karlakórinn Hekla, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í fjórða þætti Útúrdúrs fjöllum við um ljóðasöng og söngröddina í víðara samhengi. Þrír frábærir söngvarar ræða um ljóðasöng frá ýmsum hliðum og syngja lög eftir Hugo Wolf, Claude Debussy og Robert Schumann: Kristinn Sigmundsson bassi, Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Gunnar Guðbjörnsson tenór.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Ástvaldur Zenki Traustason segir að við mennirnir séum oftast of uppteknir af okkar eigin málum og huðarefnum til að heyra tungumál hjartans, sem talar þó til okkar öllum stundum. Ástvaldur er Zen munkur og einnig organisti í Bessastaðakirkju. Hann er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.