
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill ekki að dóttir sín smakki ísinn sinn þar sem hann er allur frosinn!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar vera koma í þeirra stað! Nú þurfa þau að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Loft og Sjón eru enn föst í svartholinu og reyna að halda í vonina. Á jörðinni leita Áróra og Sunna leiða til að bjarga þeim en björgunin bregst. Á meðan baka Svana og Adda bollakökur.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Björn Bragi Arnarsson, Halldór Laxness Halldórsson, Dóra Júlía Agnarsdóttir og Urður Örlygsdóttir.
Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnum við okkur hvernig Þykjó leikvellir eru hannaðir, við smíðum með feðgunum í Ými trésmiðju á Akureyri, hittum Bubbaunnendur og kynnumst sögu sundkýrinnar Sæunnar.
Þáttur í tilefni af degi íslenskrar tungu. arnamenningarverkefnið List fyrir alla bauð unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Afraksturinn verður opinberaður í þættinum þar sem þau Bubbi Morthens, GDRN, Emmsjé Gaut og Vigdís Hafliðadóttir koma fram. Verkefninu Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Kynnar: Katla Þóru-Njálsdóttir og Mikael Emil Kaaber. Stjórn upptöku: Sturla Skúlason. Framleiðsla: List fyrir alla.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Kilja vikunnar er fjölmenn og fjölbreytt. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu eftir sig sem nefnist Frumbyrjur. Nýr barnabókahöfundur, Helga Ólafs, kveður sér hljóðs með snjallri bók sem nefnist Kötturinn Emil sem allir vildu eiga. Guðmundur Andri Thorsson flytur okkur kvæði úr ljóðabókinni Dans jaðrakanins. Einar Már Guðmundsson ræðir um nýja bók sína sem ber heitið Allt frá hatti oní skó. Fantasíuhöfundurinn Emil Hjörvar Petersen er í þættinum með nýja bók sína Elífðarvetur. Yrsa Sigurðardóttir segir okkur frá bókmenntahátíðinni Iceland Noir og nýrri bók eftir sig sem nefnist Syndafall. Gagnrýnendur Kiljunnar fjalla um Andlit eftir Bjarna Bjarnason, Hina helgu kvöl eftir Stefán Mána og Jötunstein eftir Andra Snæ Magnason.

Sögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Einar Kárason segir frá Gissuri Þorvaldssyni og deilum hans við Sturlunga. Í þættinum er sýnt frá Þingvöllum, við Apavatn, í Skálholti, við Kljáfoss í Borgarfirði og mynni Lundarreykjadals.

Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti eru skoðuð gömul bréf sem fundust nýlega og geta mögulega varpað nýju ljósi á marga af merkustu mönnum Íslandssögunnar.

Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar vera koma í þeirra stað! Nú þurfa þau að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Loft og Sjón eru enn föst í svartholinu og reyna að halda í vonina. Á jörðinni leita Áróra og Sunna leiða til að bjarga þeim en björgunin bregst. Á meðan baka Svana og Adda bollakökur.

Þorri og Þura eru álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn eiga þau von á Eysteini vini sínum en svo bólar ekkert á honum. Þorri og Þura leggja þá af stað í leit að vini sínum.
Þorri og Þura finna Eystein hangandi á bjargbrún. Fjóla Þöll tröll sé álfana og kemur nær og nær.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti töfra þau Ylfa og Máni fram gómsæta kanilfléttu sem er mjög einfalt að baka og alveg tilvalið að bjóða upp á í kaffitímanum. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon
Kanilflétta
1-2 msk sykur
1-2 msk púðursykur
1 msk kanill
4 msk (60gr) smjör við stofuhita
Deig:
tilbúið pizza deig úr matvörubúðinni.
Glassúr:
60 gr rjómaostur
4 msk brætt smjör
1/2 tsk vanilludropar
90 gr flórsykur
Aðferð:
Hitaðu ofnin 180 gráður
Blandaðu sykri, púðursykri, kanil og smjöri saman þangað til það er orðið að kanil-sykur-smöri sem hægt er að smyrja á deigið.
Rúllaðu út deiginu.
Smyrðu kanil-sykur-smjörinu á deigið.
Rúllaðu deiginu upp.
Skerðu rúlluna í tvennt - eftir lengri hliðinni - en ekki alveg í gegn.
Taktu halana tvo og snúðu þeim utan um hvorn annan eins og fléttu.
Festu endana saman svo úr verði krans.
Bakaðu í um 20-30 mín - það er misjafnt eftir ofnum hversu lengi. Fylgstu með því hvenær deigið er fullbakað
Glassúr:
Blandaðu öllum hráefnunum saman í skál og hrærðu vel.
Smyrðu glassúr á nýbakaða kanilfléttuna.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Í Dritvík á Snæfellsnesi á Kolbeinn Jöklaskáld að hafa setið á þúfu og kveðist á við Kölska, eða svo segir þjóðsagan. Kölski á að hafa getað botnað allar vísur Kolbeins, þar til Kolbeinn tók upp hníf, brá honum fyrir glyrnur skrattans svo eggin bar við tunglið og fór með þessar línur; Horfðu í þessa egg egg, undir þetta túngl túngl. Þá varð Kölska orða vant því hann fann ekkert til að ríma við túngl. Kolbeini tókst þó að botna eigin vísu en var ekki boðið í kveðskap til Kölska eftir það. Áður fyrr voru margar verstöðvar á Snæfellsnesi, en síðan fór sjávarfangið minnkandi á svæðinu. Egill rifjar upp lýsingar Jóns Trausta á veiðistöðvum á Snæfellsnesi, þar á meðal í Dritvík.

Norsk heimildarþáttaröð um ungt fólk og óvenjulega íþróttir sem það stundar.
Skíði sem eru eins að framan og aftan og gera keppendum kleift að stökkva og lenda afturábak og skíða afturábak án þess að skíðin stingist í snjóinn.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur í tilefni af degi íslenskrar tungu. Barnamenningarverkefnið List fyrir alla býður unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Í ár býðst þátttakendum að vinna með Birgittu Haukdal, Friðriki Dór, Klöru Elías, Unnsteini Manúel og Vigni Snæ. Verkefninu Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Kynnar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Killian Gunnlaugur E. Briansson.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Klara liggur á spítala eftir slys á heimilinu og Felix er einn og eirðarlaus heima á meðan, ófær um að sjá um sig sjálfur. Hann ákveður að útbúa veislu í tilefni af afmælinu sínu en dagurinn þróast ekki eins og hann hafði vonað.
Danskt fjölskyldudrama frá 2025. Líkamsleifar ungbarns finnast á háalofti í íbúðarhúsi í Kaupmannahöfn. Martha, 87 ára, játar á sig glæpinn og fleiri löngu grafin fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið. Aðalhlutverk: Ulla Henningsen, Anette Støvelbæk, Alice Bier og Rikke Eberhardt Isen.

Bandarísk grínhrollvekja frá 1990 um suður-amerískar drápsköngulær sem berast til smábæjar í Kaliforníu með líkkistu og ógna tilveru bæjarbúa. Leikstjóri: Frank Marshall. Aðalhlutverk: Jeff Daniels, Julian Sands, Harley Jane Kozak og John Goodman. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
With Klara in the hospital after a mishap at home, Felix is left alone and restless, struggling to care for himself. Determined to mark his birthday, he decides to throw a party - but things don’t go quite as planned.