Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýtt diplómanám við Háskólann á Akureyri var sett á laggir í haust fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir. Niðurstöður rannsóknarnefndar um aðdraganda og úrvinnslu eftir snjóflóðin í Súðavík hafa nú verið kynntar. Aðstandendur áttu frumkvæðið að stofnun nefndarinnar og tveir þeirra, Garðar Sigurgeirsson og Elma Dögg Frostadóttir deila viðbrögðum við skýrslunni og rifja upp sína reynslu af hamförunum fyrir 30 árum.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur kvöldsins eru þau Esther Thalia Casey, Ólafur Egilsson, Arnar Eggert Thoroddsen og Bryndís Sigurðardóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Þetta er síðasta Silfur fyrir jól og þingið er á lokametrunum fyrir þinghlé. Formenn flokkanna á Alþingi koma og fara yfir stöðuna eins og hún horfir við þeim á miðjum þingvetri.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þættinum fylgjumst við með einum dyggasta aðstoðarmanni jólasveinanna, sjálfum Ómari Ragnarssyni, trylla mannskapinn á Sólheimum.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Rut segir Þóri frá bréfinu frá Elísu og tekur fram öskju sem hún hefur ekki opnað árum saman.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura eru að gista saman heima hjá Þorra en Þorri á erfitt með að sofna.
Allt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.
"Aðfangadagskvöld". Lag: Gunnar Þórðarson. Texti: Þorsteinn Eggertsson. Flytjendur eru gestir á Jólaballi Stundarinnar okkar. Trjálfarnir, þau Steinn Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir. Jólasveinninn, Jóhannes Haukur Jóhannesson. Kór Kársnesskóla og Stígur og Snæfríður eða Ívar Örn Sverrisson og Ísgerður Elfa. Tónlistarstjórn: Gunnar Benediktsson. Tónlistarflutningur: Baldur Ragnarsson, Gunnar Benediktsson, Jón Geir Jóhannsson og Loftur Sigurður Loftsson. Sönglagaupptökur: Hjörtur Svavarson
Þættir þar sem matar- og tónlistarmenning á Íslandi er skoðuð með viðtölum við landsmenn. Gunnar Karl Gíslason og Sverrir Þór Sverrisson hitta fólk víða um land og kynna sér hefðir þeirra og lífsstíl.
Gunnar Karl fær Sveppa með sér í ferð þvert yfir langið yfir vetrartímann. Þeir kynna sér stemninguna, hefðirnar og matinn sem einkennir íslenska aðventu á Norðurlandi.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík árið 1995 er svar við áralöngu ákalli aðstandenda og ástvina þeirra sem fórust í flóðinu, eftir rannsókn. Runólfur Þórhallsson, sviðstjóri almannavarna kom í Kastljós og ræddi lærdóminn og stöðuna nú.
Kristný Eiríksdóttir er ung kvikmyndagerðarkona sem fékk það verkefni í haust að búa til tónlistarmyndband við eitt af jólalögum þeirra GDRN og Magnúsar Jóhanns. Við hittum Kristnýju í bílskúr í Mosfellsbæ, þar sem hún sat yfir brúðum og Barbie-dóti - og hafði raunar gert meira eða minna síðan í september.
Jólin eru uppáhald margra - en ekki allra. Theodór Francis Birgisson, félags- og fjölskylduráðgjafi, gaf góð ráð í aðdraganda hátíðanna.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Hannes Oddsson skipstjóri segir frá því hvernig það atvikaðist að hann hóf að taka dóttur sína, Guðnýju Rósu, með til sjós. Hann var farmaður og sigldi með skreið og annan varning til Evrópu og Afríku. Guðný Rósa segir frá þessum ferðalögum út frá ljósmynd sem tekin var af henni með föður sínum á dekkinu.

Danskir heimildarþættir þar sem við fylgjumst með bóndanum Frank og fjölskyldu hans við dagleg störf.
Þáttur þar sem við fylgjumst með jólaundirbúningi bóndans Franks Erichsen og fjölskyldu hans.
Breskir sakamálaþættir um lögregluna í Belfast. Álagið sem fylgir því að vera fyrsti viðbragðsaðili á vettvang er gríðarlegt og hætturnar miklar. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Martin McCann. Leikstjóri: Gilles Bannier. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.