Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Mörg finna einkenni kulnunar á starfsævinni og ljóst að kostnaður atvinnurekenda vegna hennar er mikill. En hvað er til ráða? Adriana Karólína Pétursdóttir, formaður stjórnar Mannauðs, og Trausti Heiðar Haraldsson. framkvæmdastjóri Prósents ræddu kulnun í Kastljósi og fóru yfir könnun sem sýnir vel stöðun á íslenskum atvinnumarkaði.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin. Aðalhlutverk: Bradley Walsh, Joanna Scanlan og Lydia Page.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni eigast við Ísafjörður og Reykjanesbær. Í liði Ísfirðinga eru Ólína Þorvarðardóttir, Halldór Smárason og Ragnhildur Sverrisdóttir og fyrir Reykjanesbæ keppa Guðmann Kristþórsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og Jón Páll Eyjólfsson.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn kemur í heimsókn til Þorra og Þuru til að bjóða þeim með sér á jólaskemmtunina á miðbæjartorginu.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Úr Jólastundinni okkar 2017.
Hér keppa þau Hrafnhildur Kjartansdóttir og Kristófer Geir Hauksson á móti jólasveininum (Björgvin Franz Gíslason) sem er búinn að týna jólaskapinu sínu.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Það eru að koma jól og krakkarnir drógu Ísland. Þá er ekkert í stöðunni nema búa til Jóla-Ís.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Heimildarþættir frá BBC þar sem Chris Packham fær fólk á einhverfurófi til að sýna hvernig hugur þess virkar og aðstoðar það við að tengjast fjölskyldu sinni og vinum á nýjan hátt.