

Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.

Fjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.

Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Emilía uppgötvar að litli rauði hvolpurinn hennar að nafni Kátur hefur vaxið um þrjá metra á einni nóttu.

Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Þáttastjórnandi vinnur hörðum höndum að því að útbúa Jólastundina þar sem hann fær til sín góða gesti og vel valin tónlistaratriði. Vandræði banka upp á þegar Bikkja mætir á svæðið og gerir allt til þess að skemma útsendinguna, með misgóðum árangri. Meðal leikenda eru: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Ilmur Kristjánsdótti, Oddur Júlíusson og Magnús Þór Bjarnason. Handrit og leikstjórn: Erla Hrund Halldórsdóttir og Hekla Egilsdóttir.

Íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna. Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson.Leikarar: Andrea Birna Guðmundsdóttir, Lúkas Emil Johansen, Svandís Dóra Einarsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Framleiðsla: Hreyfimyndasmiðjan.

Sænsk fjölskyldumynd frá 2018. Fyrsta skóladaginn í fjórða bekk uppgötvar Sune að það er kominn nýr drengur í bekkinn. Nýi drengurinn situr ekki aðeins í sætinu hans og virðist hafa alla þá kosti sem Sune vildi gjarnan hafa sjálfur, heldur heitir hann líka Sune. Hann er hræddur um að nýi Sune steli öllum vinum frá sér og ákveður að fara í allsherjar yfirhalningu á sjálfum sér, en það hefur óvæntar afleiðingar í för með sér. Leikstjóri: Jon Holmberg. Aðalhlutverk: Elis Gerdt, Baxter Renman og Tea Stjärne.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.

Upptaka frá jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu 20. desember 2022. Tónlistarkonurnar Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal flytja öll sín uppáhalds jólalög ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Hljómsveitina skipa Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og Magnús Trygvason Elíassen. Stjórn upptöku: Þór Freysson. Framleiðsla RÚV í samstarfi við söngkonurnar.

Íslensk heimildarmynd frá 2022. Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson framdi óvenjulegan gjörning í Moskvu árið 2022 þar sem hann endurskapaði bandarísku sápuóperuna Santa Barbara. Þættirnir nutu gífurlegra vinsælda í Rússlandi árið 1992, eftir fall Sovétríkjanna, og voru eins konar gluggi rússneskra sjónvarpsáhorfenda inn í vestræna lifnaðarhætti. Leikstjóri: Gaukur Úlfarsson.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Við bjóðum upp á tvöfaldan skammt af bókarýni í síðustu Kiljunni fyrir jólin. Í upphafi þáttar fjalla Kolbrún Bergþórsdóttir og Ingibjörg Iða Auðunardóttir um Dj Bamba eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána og Dúnstúlkuna í þokunni eftir Bjarna M. Bjarnason. Í lok þáttarins rýna Sunna Dís Másdóttir og Þorgeir Tryggvason í Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur, Far heimur, far sæll eftir Ófeig Sigurðsson og Kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe. Hjörleifur Hjartarsson og Rán Flygenring segja frá bók sinni sem nefnist Álfar. Magnús Sigurðsson fetar stíginn milli skáldskapar og fræða í verki sínu Lexíurnar og svo hittum við einn helsta metsöluhöfund Íslands, Bjarna Fritzson, höfund bókanna um Orra óstöðvandi.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Claus Dalby er handlaginn og hugmyndaríkur þúsundþjalasmiður. Um jólahátíðarinnar finnur hann sér ýmislegt til dundurs og kennir áhorfendum að föndra skreytingar sem hæfa hátíðum.


Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.

Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.

Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Stiklað á stóru yfir umfjöllunarefni Kastljóss árið 2023.

Þættir þar sem matar- og tónlistarmenning á Íslandi er skoðuð með viðtölum við landsmenn. Gunnar Karl Gíslason og Sverrir Þór Sverrisson hitta fólk víða um land og kynna sér hefðir þeirra og lífsstíl.
Eru jól og áramót sama veislan eða tvær veislur sem renna saman í eina með skötu í forrétt? Gunnar Karl og Sveppi svara þessari spurningu. Þeir skiptast á jólagjöfum, fá sér skötu og eggjapúns og bjóða áramótafögnuð með góðum vinum í listasafni í miðborg Reykjavíkur

Sterkustu menn Íslands þreyttu fjölbreyttar þrautir í Vestfjarðavíkingnum. Í þættinum er fylgst með æsilegri keppni á Þorlákshöfn, Hellu, Neskaupstað, Hallormsstað og Breiðdalsvík. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. Dagskrárgerð: Óskar Þór Nikulásson.
Sterkustu menn Íslands þreyttu fjölbreyttar þrautir í Víkingnum. Í þættinum er fylgst með æsilegri keppni á Þorlákshöfn, Hellu, Neskaupstað, Hallormsstað og Breiðdalsvík. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. Dagskrárgerð: Óskar Þór Nikulásson.

Sannsöguleg áströlsk dramaþáttaröð frá 2023. Árið 1996 hvarf hin 18 ára Sarah Spiers og var það upphaf lögreglumáls sem tók 25 ár að leysa. Þegar tvær konur til viðbótar hverfa stuttu síðar er lögreglunni ljóst að um raðmorðingja sé að ræða. Aðalhlutverk: Ryan Johnson, Catherine Van-Davies og Aaron Glenane. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Íslensk verðlaunamynd frá árinu 2000. Myndin er frumraun Baltasars Kormáks og byggð á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Hlynur er þrítugur og býr enn hjá mömmu sinni. Hann er stefnulaus og lifir og hrærist í næturlífi Reykjavíkur. Flamingódansarinn Lola, vinkona mömmu hans, kemur í heimsókn og hristir upp í uppkomna syninum. Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Victoria Abril og Hanna María Karlsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.