
Ýr var það heillin!
Það þóttu talsverð tíðindi þegar hljómsveit á Ísafirði pakkaði niður í töskur árið 1975 og hélt alla leið til New York borgar í Ameríku til þess að hljóðrita sína fyrstu plötu. Þetta gerði hljómsveitin ÝR með aðstoð Stuðmannsins Jakobs Frímanns Magnússonar. Á plötunni má finna lagið „Hey kanína“ eða Kanínuna sem Sálin hans Jóns míns tók upp á sína arma síðar.
Á 50 ára afmæli hljómplötunnar, Ýr var það heillin, hóaði útvarpsmaðurinn Kristján Freyr saman eftirlifandi liðsmönnum sveitarinnar, upptökustjóranum Jakobi Frímanni ásamt góðum gestum til þess að hlusta á og rifja upp hljómplötuna og upptökuferlið sjálft.
Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson
Upptaka í Stúdíói 12: Hrafnkell Sigurðarson