Unaðssemdir hversdagslífsins
Um Paul Auster
Þáttur um skáldsöguna Brestir í Brooklyn eftir bandaríska rithöfundinn Paul Auster. Sagan er sögð af Nathan Glass tæplega sextugum fráskyldum manni sem flytur á æskuslóðir sínar í New York til að bíða dauðans. Örlögin haga því þó svo að tilvera Nathans fyllist af lífi og óvæntum atburðum. Paul Auster hefur lýst bókinni sem óði til unaðssemda hversdagslífsins og lýsir það bókinni ágætlega. Í þættinum hljóma upptökur frá bókmenntahátíð árið 2005 annars vegar upplestur Austers úr skáldsögunni Brestir í Brooklyn sem þá var ekki enn komin út og hins vegar viðtal sem Torfi Túliníus tók við hann um ævi hans og störf. Einnig er rætt við Jón Karl Helgason bókmenntafræðing sem þýddi bókina á íslensku. Kristján Franklín Magnús ljær Paul Auster rödd sína en tónlist er af disknum The Soul of Ben Webster. Umsjón: Haukur Ingvarsson.