Þorláksmessukvöld með JÓla Palla

Þorláksmessukvöld með jÓla Palla

jÓli Palli lofar skemmtilegu Þorláksmessukvöldi á Rás 2. Við rifjum upp viðtal við Rúnar Júlíusson frá nóvember 2002 þegar hann gaf út plötuna: það þarf fólk eins og þig. Við rifjum líka upp viðtal við Gunnar Þóðrarson frá í desember 2009 og hann flytur einn og sjálfur lagið sitt: Er líða fer jólum. Við heyrum 3 lög frá jólatónleikum Baggalúts í ár, Jónas Friðrik segir okkur söguna af texanum sínum við jólasmell Helga Björns: Ef ég nenni, og Helgi Hrafn Jónsson segir okkur frá fyrsta laginu sem hann samdi fyrir 20 árum. Lagið er jólalag og það komst í úrslit í fyrstu jólalagakeppni Rásar 2. Þetta og margt fleira jóla og Þorláksmessu-legt.

Frumflutt

23. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þorláksmessukvöld með JÓla Palla

Þorláksmessukvöld með JÓla Palla

Ólafur Páll Gunnarsson fylgir hlustendum á lokametrum jólaundirbúningsins og leikur fjölbreytta jólatónlist sínum hætti.

,