Það gýs í Eyjum
Í dag, 23. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá gosinu í Heimaey þegar íbúar Vestmannaeyja voru vaktir um miðja nótt og þurftu að yfirgefa heimili sín í snarhasti. Gosið hófst um klukkan 2 um nótt en útsending Ríkisútvarpsins hófst tveimur tímum síðar þegar starfsmenn voru ræstir til vinnu í útvarpshúsinu við Skúlagötu. Í þættinum eru fyrstu klukkustundirnar í útsendingu Ríkisútvarpsins teknar saman og þannig dregin upp sú brotakennda mynd sem hlustendum útvarpsins var miðlað á fyrstu klukkustundum atburðanna.
Umsjón: Guðni Tómasson.