
Strindberg og H.C. Andersen
Stefnumót tveggja skálda sem aldrei hittust.
Í þættinum er sagt frá skáldunum August Strindberg og H.C. Andersen. Ungur þýddi Strindberg nokkur ævintýri H.C. Andersen, sem hann síðar lýsir að sé upphafið að ferli sínum. Sagt er frá sænsku útgáfunni og lesin er grein sem birtist í Politiken 1905 í þýðingu umsjónarmanns. Nokkur lög úr söngleiknum H.C. Andersen frá því 1995, eru leikin og sagt frá því hvaðan H.C. Andersen fékk hugmyndirnar að mörgum ævintýra sinna.
Lesari með umsjónarmanni er Þorvaldur Friðriksson.
Umsjón: Elísabet Brekkan.
(Áður á dagskrá 2007)