
Sólstöðuhugvekja Siðmenntar: Leitin að kærleikanum
Sólstöður eru þegar sólin er hæst á lofti á norðurhveli jarðar. Dagurinn er langur og ævintýralegur — nóttin björt og full af orku. Húmanistar fagna sumarsólstöðum, eins og tíðkast innan ýmissa lífsskoðunarfélaga. Í tilefni dagsins býður Siðmennt upp á hátíðardagskrá, sem að þessu sinni hverfist um kærleikann.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, formaður Siðmenntar, Bragi Páll Sigurðarson, athafnastjóri og skáld og Sóley Lóa Smáradóttir, nemi, flytja hugvekjur um efni þáttarins. Aðalheiður Alenu Jóhannsdttr og Þór Wiium flytja frumsamin ljóð.
Þáttastjórn er í höndum Bjarna Snæbjörnssonar og Ingu Auðbjargar K. Sraumland.
Tónlist:
Kannski er ástin í flutningi Bergþórs Pálssonar og Eyjólfs Kristjánssonar.
700 þúsund Stólar í flutningi GDRN og Magnúsar Jóhanns.
Þú trumpar ekki ástina í flutningi Bogomil Font og Greiningardeildarinnar.