Sögur af landi

Heimsóknir í Minjasafnið á Austurlandi og Hallormsstaðaskóla

Það segja sjálfbærni rauður þráður í gegnum efni þáttarins. Við heimsækjum Safnahúsið á Egilsstöðum og forvitnumst um sýninguna Sjálfbær eining sem er ein af fastasýningum Minjasafns Austurlands. Það er Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafnsins sem segir frá. Því næst höldum við í heimsókn í Hallormsstaðaskóla og ræðum þar við Bryndísi Fionu Ford skólameistara og Dagrúnu Drótt Valgarðsdóttir, en Dagrún er ein af nemendum skólans og hefur í gegnum nám sitt þróað ýmsar drykkjarvörur og vinnur núna því nýta köngla úr skóginum til gerja drykkina. Öll viðtölin í þættinum voru tekin þegar umsjónarmaður Sagna af landi fór í ferðalag um Austurland í janúar 2023.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Frumflutt

17. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sögur af landi

Sögur af landi

Blanda er þemað í þessum þætti. Það blanda ýmsu saman og blöndur er víða finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.

Umsjón: Dagur Gunnarsson

,