Skrifin eru minn hnífur
Þáttur um nóbelsverðlaunahafann Annie Ernaux sem er einn af dáðustu en um leið umdeildustu rithöfundum Frakklands. Annie Ernaux er fædd árið 1940 en fyrsta bók hennar Les Armoires vides eða Tómir skápar kom út árið 1974. Hún hefur síðan sent frá sér á þriðja tug verka. Aðeins ein bóka hennar hefur verið þýdd á íslensku. Það er La place eða Staðurinn en hún kom út í þýðingu Rutar Ingóllfsdóttur. Flest verk hennar eru sjálfsævisöguleg en hún sækir umfjöllunarefni bóka sinna í sinn eigin reynsluheim og verk hennar sem fjalla bæði um persónuleg og samfélagsleg málefni höfða sterkt til samtímans og tíma Me too byltingarinnar.
Umsjón: Arndís Hrönn Egilsdóttir.