Skandinavía - Guðrún Gunnarsdóttir og hljómsveit

Frumflutt

3. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skandinavía - Guðrún Gunnarsdóttir og hljómsveit

Skandinavía - Guðrún Gunnarsdóttir og hljómsveit

Guðrún Gunnars söngkona bauð til tónleika í Salnum í apríl 2025, ásamt 6 manna hljómsveit undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara. Hópurinn flutti lög eftir skandinavísk söngvaskáld,mörg hver lög sem sjaldan heyrast hér á landi á öldum ljósvakans eða í lifandi flutningi, en önnur eru þekktari og hafa verið þýdd yfir á íslensku af Aðalsteini Ásberg rithöfundi og ljóðskáldi.

Textarnir eru allir eftir Aðalstein Ásberg en hann fagnaði einmitt sjötugsafmæli í júlí og var sæmdur heiðursmerki STEFS á miðjum tónleikunum.

Lögin eru sum hver af sólóplötum Guðrúnar en þjóðlaga og vísnatónlist hefur alltaf staðið hjarta söngkonunnar nærri eins og heyra á þeim 6 sólóplötum sem komið hafa út með henni. Á tónleikum voru frumfluttir nokkrir nýjir textar eftir Aðalstein, sérstaklega samdir fyrir tilefnið.

Þessi tónlist er hugljúf og hlustendum er boðið, með Guðrúnu og hljómsveitinni, í vísna og þjóðlagaferðalag um um skandinavíu með Cornelis Vreesjwijk, norsku Bremnessystkinunum,Kari,Ola og Lars,hinni dönsku Piu Raug og hinni finnsku Erna Tauro, svo einhverjir séu nefndir.

Hljómsveitina skipa:

Ásgeir Ásgeirsson gítar og hljómsveitarstjórn

Gunnar Gunnarsson píanó og harmónikka

Þorgrímur Jónsson bassi

Hannes Friðbjarnarson slagverk

Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð,gítar og raddir

Gísli Magna raddir

Efnisskrá:

1)Veróníka(Cornelis Vreejswijk-Aðalsteinn Ásberg)

2)Hjá Fjólu (Kari Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

3)Gæti ég skrifað(Lars Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

4)Bæjarbragur(Ola Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

5)Ótækt lag(Lars Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

6)Haustvísa(Erna Tauro-Aðalsteinn Ásberg)

7)Í maí(Kari Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

8)Rigningardagur í nóvember(Pia Raug-Aðalsteinn Ásberg)

9)Tvær Tungur(Finn Kalvik-Aðalsteinn Ásberg)

10)Bjarg og Bára(Kari,Lars og Ola Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

11)Deirdres Samba(Cornelis Vreeswijk-Aðalsteinn Ásberg)

12)Grágæsin(Ola Bremnes-Aðalsteinn Ásberg)

13)Hamingjudagur Svantes(Benny Andersen-Aðalsteinn Ásberg)

14)Ég syng fyrir lífið(Höf ókunnur(flytjandi Sofia Karlson)-Aðalsteinn Ásberg)

15)Lífsbókin(Bergþóra Árnadóttir)

,