Sagnaþræðir Colsons Whitehead
Colson Whitehead er á meðal þeirra rithöfunda sem sækja Ísland heim í tilefni af sextándu Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sem haldin verður dagana 19. - 23 apríl. Whitehead er mikilsmetinn höfundur um heim allan sem skrifað hefur fjölda skáldsagna í bland við smásögur og óskáldað efni. Fyrir skáldsögurnar Neðanjarðarjárnbrautin og Nickel-strákarnir hlaut Whitehead hin virtu Pulitzer-verðlaun og er í hópi fjögurra rithöfunda sem hafa fengið verðlaunin tvisvar. Bækurnar hafa báðar komið út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Í skáldverkum sínum tekst Colson oftast á við félagsleg og söguleg þemu, kynþáttahyggju og stéttaskiptingu í Bandaríkjunum en vefur sagnaþræðina sína gjarnan við fantasíuna.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.