Passíusálmarnir og útvarpið
Þátturinn var gerður árið 1998, en endurfluttur í tilefni þess að liðin eru 80 ár frá því að sálmarnir voru lesnir í heild sinni í fyrsta sinn. Í þættinum er sagt frá útvarpsflutningi sálmanna og umfjöllun um þá allt frá fyrstu árum Ríkisútvarpsins. Árið 1932 urðu deilur vegna erindaflokks Halldórs Laxness sem síðar kom á prenti undir heitinu Inngangur að Passíusálmum og er pólitísk túlkun á efninu. Árið 1944 var tekinn upp sá siður sem síðan hefur verið fylgt óslitið að láta lesa alla sálmana á föstunni. Séra Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, las fyrstur. Síðan hafa fjölmargir menn, prestar og leikmenn, karlar og konur, látið til sín heyra á þessum vettvangi. Í þættinum eru dæmi um flutning nokkurra lesara og einnig umfjöllun um sálmalesturinn og séra Hallgrím.
Lesarar með umsjónarmanni: Eiríkur Guðmundsson og Jórunn Sigurðardóttir.
Umsjón: Gunnar Stefánsson.