
Maðurinn er mælikvarði alls
Í þættinum er fjallað um Denis Diderot, franskan heimspeking, alfræðibókarritstjóra og rithöfund. Fjallað er um manninn og andlegt umhverfi hans á ofanverðri 18. öld í Frakklandi. Einnig er fjallað um skáldskap hans, einkum skáldsöguna „Jakob forlagasinni og meistari hans" sem Friðrik Rafnsson þýðir og Hjalti Rögnvaldsson les stutta kafla úr.
(Áður á dagskrá 1996)