Maðurinn er mælikvarði alls

Útvarpsperlur: Maðurinn er mælikvarði alls

Þáttur um franska rithöfundinn og heimspekinginn Denis Diderot.

Franski heimspekingurinn Denis Diderot er einn hinn þekktasti þeirra hugsuða sem kenndir eru við upplýsingu 18. aldar og einna frægastur sem annar ritstjóri Alfræðiorðabókarinnar frönsku. Líkt og margir helstu höfundar þeirra tíma skrifaði Diderot um fjölmörg efni, allt frá listfræðum til raunvísinda, ógleymdum skáldverkum hans.

6.október í ár voru 300 ár síðan þessi merki hugsuður fæddist.

Lesari: Hjalti Rögnvaldsson.

Umsjón: Friðrik Rafnsson.

(frá árinu 1996)

Frumflutt

10. okt. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Maðurinn er mælikvarði alls

Maðurinn er mælikvarði alls

Í þættinum er fjallað um Denis Diderot, franskan heimspeking, alfræðibókarritstjóra og rithöfund. Fjallað er um manninn og andlegt umhverfi hans á ofanverðri 18. öld í Frakklandi. Einnig er fjallað um skáldskap hans, einkum skáldsöguna „Jakob forlagasinni og meistari hans" sem Friðrik Rafnsson þýðir og Hjalti Rögnvaldsson les stutta kafla úr.

(Áður á dagskrá 1996)

,