Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Frumflutt

21. des. 2025

Aðgengilegt til

20. jan. 2026

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hljóðritun frá fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborg, Hörpu 14. desember sl.

Á þessum hátíðlegu tónleikum hljóma sígildar jólaperlur og klassísk jólaævintýri sem koma öllum í jólaskap.

Ásamt hljómsveitinni koma fram Bjöllukórar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónstofu Valgerðar, Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Aurora, slagverkshópur úr Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, trompetleikarar úr Ungsveitinni þau Ingunn Erla Sigurðardóttir, Pétur Arnþórssson og Almar Örn Arnarson og dansarar úr Listdansskóla Íslands.

Einsöngvarar: Kristjana Stefánsdóttir, Einar Örn Magnússon og Kolbrún Völkudóttir.

Kynnir: Trúðurinn Barbara.

Stjórnandi: Elias Brown.

,