„Ísland var mér allt“
Dansk- íslenski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtssson lést 6. júní 2013. Fjögurra ára gamall lék hann í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum í Kaupmannahöfn og árið 1946, þá 14 ára gamall, bæði í Reykjavík og á Ísafirði, heimabæ móður hans, SIgríðar Nielsen. Allar götur síðan hélt Erling reglulega tónleika á Íslandi, bæði einleikstónleika og lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá lék hann margsinnis í útvarp og sjónvarp. Í þættinum verður dregin upp mynd af listamanninum og leikin nokkur tóndæmi með leik hans.
Umsjón: Bjarki Sveinbjörnsson.