
Í átt að sannleikanum
Rússneska tónskáldið Sofia Gubaidulina er eitt þekktasta tónskáld heims. Hún var lengi vel föst handan járntjaldsins og var orðin 54 ára þegar hún fékk að ferðast utan Sovétríkjanna. Upp frá því reis frægðarsól hennar og hún er nú álitin eitt merkasta tónskáld samtímans. Páll Ragnar Pálsson segir frá uppvaxtarárum Sofiu Gubaidulinu í Kazan, námsárunum í Moskvu, helstu verkum hennar og tilurð Offertorium, eins af höfuðverkum fiðlutónbókmennta 20. aldar.
Umsón: Páll Ragnar Pálsson
Fyrst á dagskrá árið 2020. Endurflutt um páska 2025, en tónskáldið Gubaidulina lést 13. mars 2025