Gullöld revíunnar (2008-2009)

1. þáttur. Revía í grænum sj+o

Í þessum þætti verður fjallað um fyrstu íslensku revíurnar, allt frá revíunum „Getjón“ og „Brandmajórinn“ í kringum 1880. Árið 1895 var flutt revían „Hjá höfninni“ eftir Einar Benediktsson, en fyrsta íslenska revían sem sló í gegn var „Allt í grænum sjó“ 1913. Hún var hins vegar bönnuð eftir frumsýningu og urðu um hana miklar deilur. Einnig verða fluttar hljóðritanir af elstu revíulögunum eftir íslensk tónskáld: „Nýjum hátíðasöng“ eftir Árna Thorsteinson, og „Ólundarsöng með ólundarlagi“ eftir Plausor, sem var dulnefni Jónasar Jónssonar, en bæði þessi lög eru frá 1901.

Mynd: Gunnþórunn Halldórsdóttir, sem hóf revíuferil sinn í leikriti Einars Benediktssonar, „Hjá höfninni“.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Gullöld revíunnar (2008-2009)

Gullöld revíunnar (2008-2009)

Í þessari þáttaröð er fjallað um íslenskar revíur og revíusöngva allt frá 19. öld til 1960, en innan þessa tímabils urðu hér til vinsælar revíur svo sem „Fornar dyggðir", „Hver maður sinn skammt", „Nú er það svart, maður" og „Allt í lagi, lagsi", og margir söngvarnir úr þeim eru alþekktir: „Er Stebbi litli fæddist", „Það er flott, okkar lögreglulið", „Það er draumur vera með dáta" og „Kalli á Hóli". Mikil áhersla verður lögð á tónlistina, en þó margir revíusöngvar væru samdir við erlend lög sömdu íslensk tónskáld einnig revíulög. Til eru revíulög eftir Árna Thorsteinson, Þórarin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Oddgeir Kristjánsson, Bjarna Böðvarsson og Árna Björnsson, svo einhverjir séu nefndir, og hafa verið gerðar nýjar hljóðritanir af sumum þessara laga fyrir þáttaröðina, flestar með Erni Árnasyni og Soffíu Karlsdóttur, en Jónas Þórir leikur á píanó. Einnig verða fluttar gamlar hljóðritanir með revíustjörnum gulláranna, svo sem Alfreð Andréssyni, Haraldi Á. Sigurðssyni, Brynjólfi Jóhannessyni, Lárusi Ingólfssyni, Nínu Sveinsdóttur og Soffíu Karlsdóttur. Lesarar í þáttaröðinni eru Kjartan Guðjónsson, Helga Braga Jónsdóttir og Viðar Eggertsson, en umsjónarmaður Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,