Ég er einhver annar
Jóhannes Ólafsson og Tómas Ævar Ólafsson fjalla um Jon Fosse, einn virtasta rithöfund Noregs sem hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum 2023. Fosse hefur verið eitt vinsælasta leikskáld í Evrópu um árabil og hafa nokkur verk eftir hann verið sett upp hér á landi, meðal annars Sumardagur í Þjóðleikhúsinu árið 2006. Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsagnaþríleikinn Andvaka, Drauma Ólafs og Kvöldsyfju.