Diddú

Svipmynd af heiðursverðlaunahafa Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020

Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðnum. Diddú skaut upp á stjörnuhimininn sem söngkona í Spilverki þjóðanna fyrir rúmum fjörutíu árum og hefur æ síðan verið ein ástsælasta tónlistarkona þjóðarinnar. Ferill hennar hefur verið með eindæmum litríkur og farsæll og hún tekist á við ótrúlega fjölbreytt hlutverk sem dægurlagasöngkona, óperudíva á fjölum Íslensku óperunnar, einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ljóðasöngkona og áfram mætti telja. Hér verður numið staðar við nokkrar vörður á ferli Diddúar, rætt við hana um uppvöxt og alls konar áhrifavalda.

Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

Frumflutt

12. apríl 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Diddú

Diddú

Íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðnum. Diddú skaut upp á stjörnuhimininn sem söngkona í Spilverki þjóðanna fyrir rúmum fjörutíu árum og hefur æ síðan verið ein ástsælasta tónlistarkona þjóðarinnar. Ferill hennar hefur verið með eindæmum litríkur og farsæll og hún tekist á við ótrúlega fjölbreytt hlutverk sem dægurlagasöngkona, óperudíva á fjölum Íslensku óperunnar, einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ljóðasöngkona og áfram mætti telja. Hér verður numið staðar við nokkrar vörður á ferli Diddúar, rætt við hana um uppvöxt og alls konar áhrifavalda. Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

,