
Cantoque syngur Hjálmar
Cantoque syngur Hjálmar
Hljóðritun frá tónleikum á Myrkum Músíkdögum 26.janúar 2025.
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 voru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flutti glænýtt verk Hjálmars sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna.
Einnig voru fluttir þættir úr Messu (1989) ásamt fleiri verkum eftir Hjálmar. Í tónleikaspjalli sem einnig heyrist í þessum þætti ræddi Hjálmar H. Ragnarson við Þráinn Hjálmarsson - sýningarstjóra hátíðarinnar um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt voru á tónleikunum.
Flytjendur:
Cantoque Ensemble:
Sópran: Hallveig Rúnarsdóttir, María Konráðsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir
Alt: Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Auður Guðjohnsen
Tenór: Helgi Steinar Helgason, Þorbjörn Rúnarsson, Þorkell H. Sigfússon
Bassi: Fjölnir Ólafsson, Hafsteinn Þórólfsson, Örn Ýmir Arason
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Efnisskrá:
Gamalt vers (1980) - Þjóðvísa
Kyrie úr Messu (1989) - Biblíutexti
Kvöldvísur um sumarmál (1984) – Stefán Hörður Grímsson
Stóðum tvö í túni úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) – Þjóðvísa
Gloría úr Messu (1989) – Biblíutexti
Grafskrift úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) – Þjóðvísa
Vakir vakir þrá mín (frumflutningur) (2024) – Snorri Hjartarson
Credo úr Messu (1989) – Biblíutexti
Veröld fláa sýnir sig úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) – Þjóðvísa
Ave Maria (1985) – Maríubæn
Hljóðritun: Mark Eldred
Umsjón: Pétur Grétarsson
Frumflutt
18. apríl 2025Aðgengilegt til
Rennur ekki út