Cantoque syngur Hjálmar

Cantoque syngur Hjálmar

Hljóðritun frá tónleikum á Myrkum Músíkdögum 26.janúar 2025.

Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 voru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar þar sem hópurinn flutti glænýtt verk Hjálmars sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn í tilefni tónleikanna.

Einnig voru fluttir þættir úr Messu (1989) ásamt fleiri verkum eftir Hjálmar. Í tónleikaspjalli sem einnig heyrist í þessum þætti ræddi Hjálmar H. Ragnarson við Þráinn Hjálmarsson - sýningarstjóra hátíðarinnar um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt voru á tónleikunum.

Flytjendur:

Cantoque Ensemble:

Sópran: Hallveig Rúnarsdóttir, María Konráðsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir

Alt: Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Auður Guðjohnsen

Tenór: Helgi Steinar Helgason, Þorbjörn Rúnarsson, Þorkell H. Sigfússon

Bassi: Fjölnir Ólafsson, Hafsteinn Þórólfsson, Örn Ýmir Arason

Stjórnandi: Steinar Logi Helgason

Efnisskrá:

Gamalt vers (1980) - Þjóðvísa

Kyrie úr Messu (1989) - Biblíutexti

Kvöldvísur um sumarmál (1984) Stefán Hörður Grímsson

Stóðum tvö í túni úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) Þjóðvísa

Gloría úr Messu (1989) Biblíutexti

Grafskrift úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) Þjóðvísa

Vakir vakir þrá mín (frumflutningur) (2024) Snorri Hjartarson

Credo úr Messu (1989) Biblíutexti

Veröld fláa sýnir sig úr Fjórum íslenskum þjóðlögum (1982) Þjóðvísa

Ave Maria (1985) Maríubæn

Hljóðritun: Mark Eldred

Umsjón: Pétur Grétarsson

Frumflutt

18. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Cantoque syngur Hjálmar

Cantoque syngur Hjálmar

,