Brekkusöngvarinn
Rætt verður við og fjallað um Magnús Kjartan Eyjólfsson, brekkusöngvara með meiru.
Í þættinum verður farið yfir feril hans með sérstakri áherslu á árin með Stuðlabandinu, þegar og eftir hann tók við hlutverki brekkusöngvara og að lokum baráttu hans við krabbamein síðustu mánuði. Þá ekki síst markmið sem hann setti sér strax eftir að hann greindist - að komast á svið í Herjólfsdal í sumar - og það lítur allt út fyrir að það takist nokkrum klukkutímum eftir að þættinum lýkur.
Umsjón: Vignir Egill Vigfússon.