
Atli
Atli Örvarsson hefur skipað sér í röð fremstu kvikmyndatónskálda. Hann hefur samið tónlist við sjónvarpsþáttaraðir og bíómyndir í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fyrir fjölda viðurkenninga og verðlauna, t.d. BAFTA-verðlaunin. Björn Þór Sigbjörnsson varði degi með Atla á æskustöðvunum á Akureyri og ræddi við hann um tónlistina, kvikmyndabransann, stangveiði og ýmislegt fleira.