
Atburðir í Vestmannaeyjum - viðbrögð við vandanum
Þáttur sem Stefán Jónsson fréttamaður gerði og var útvarpað 25. janúar 1973, þar sem hann ræðir við fólk um viðbrögð við gosinu sem hófst á Heimaey tveimur sólarhringum fyrr.
Stefán ræðir fyrst við Sverri Einarsson tannlækni. Jökull Jakobsson lýsir ferð til Eyja um gosnóttina og Stefán Jónsson talar við Þorbjörn Jónsson bónda í Kirkjubæ.
(Áður á dagskrá 25. janúar 1973)