Af því við erum hinsegin
Þátturinn er byggður á viðtölum við fjóra homma og eina lesbíu sem öll eru búsett í Kaupmannahöfn. Tvö þeirra hafa búið þar í tuttugu ár en hin styttra. Í gegnum frásagnir þeirra er grafist fyrir um ástæður þess að þau fluttu frá Íslandi, hvernig það var að koma út úr skápnum, hverju alnæmi breytti varðandi réttindabaráttu þeirra og margt fleira
Umsjón hefur Halldóra Friðjónsdóttir.
Frumflutt árið 1998.