
Að eiga erindi
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og heiðursverðlaunahafi Grímunnar minnist þess þegar hún stóð fyrst á sviði Þjóðleikhússins ellefu ára gömul og fannst húsið allt hvíla á sínum herðum. Hún á að baki fjölbreyttan feril sem leikstjóri sem bæði hefur leikstýrt stórum og smáum verkum í flestum leikhúsum landsins, óperum, söngleikjum og leikritum að ógleymdri einni vinsælustu kvikmynd Íslands, Stellu í orlofi.
Hún ræðir við Brynhildi Björnsdóttur um dansinn, leikhúsið, feminisma, ábyrgð og erindi eins og það horfir við henni eftir rúmlega sextíu ára feril í leikhúsinu.