Á síðustu stundu
Guðrún Dís Emilsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Hrafnhildur Halldórsdóttir gera upp árið með góðum gestum.
Þau Hrafnhildur Halldórs, Guðrún Dís og Siggi Gunnars héldu uppi fjörinu, í beinni útsendingu frá Reykjavík og Akureyri og það var mikill gestagangur.
Feðginin Kristjana Arnarsdóttir og Arnar Björnsson litu við og ræddu lífið og tilveruna. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 fóru yfir árið frá sínum sjónarhóli. Snorri Másson ritstjóri, Hólmfríður Ragnhildardóttir blaðamaður og Oddur Þórðarson fréttamaður fóru yfir fréttaárið. Snæbjörn Bragason og Ingibjörg Bergmann vertar á Múlabergi á Akureyri töluðu um áramótaboðið. Eva Björk Benediktsdóttir íþróttafréttamaður og fréttamenn og dagskrárgerðarfólk RÚV þau Óðinn Svan Óðinsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir gerðu upp árið frá sjónarhóli norðlendinga.
Þá var Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, útnefnd manneskja ársins.
Guðrún Dís Emilsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Hrafnhildur Halldórsdóttir gera upp árið með góðum gestum.