22:05
Konsert
Travis og Sigur Rós
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Í seinni hluta þáttarins rifjum við upp tónleika Sigur Rósar á Iceland Airwaves árið 2012, en sveitin hluat á dögunum heiðursverðlaun ÍTV.

En fyrir 20 árum á morgun, 11. Júní árið 2001, sendi skoska hljómsveitin Travis frá sér sína þriðju plötu; The Invisible band. Platan sló í gegn um allan heim og Travis varð ein stærsta og vinsælasta hljómsveit heims. Þegar platan kom út var Travis í miðjum stórum Evróputúr og í Konsert vikunnar ætlum við að heyra tónleika með Travis sem þýska ríkisútvarpið hljóðritaði með Travis í Grosse Freiheit 36 í Hamborg, 26. Maí 2001.

Var aðgengilegt til 10. júní 2022.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,