Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Snorri Hallgrímsson forseti Ungra umhverfissinna.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Útvarpsfréttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Ásta Fanney Sigurðardóttir er ljóðskáld, tónskáld og myndlistarkona. Hún spilaði einu sinni á bláa rafmagnsfiðlu, hefur gefið út fjölda ljóðabóka og ferðast með ljóð og ljóða- og listgjörninga víða um heim. Á Myrkum músíkdögum flytur hún hljóðverkið Glossolalia, sem vísar í það þegar fólk talar tungum.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum þætti kynnumst við þýsku Öskubuskunni, eða Öskufíflinu, sem er víst beinþýðingin á þýska heiti sögunnar, Aschenputtel. Þá útgáfu er að finna í Ævintýrasafni Grimms bræðra sem kom út í tveimur bindum á árunum 1812 og 1814 en þar koma meðal annars við sögu árásargjarnir fuglar og aflimanir í þeim tilgangi að passa í alltof lítinn skó.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Lesari í þættinum: Þórhildur Ólafsdóttir.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Belcea og Ebène strengjakvartettanna sem fram fóru í Þjóðartónleikasalnum í Madríd í maí í fyrra.
Á efnisskrá eru strengjaoktettar eftir Felix Mendelssohn og George Enescu.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þorsteinn Þórólfs, sem er í stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, verður á línunni frá Króatíu þar sem stemningin er mikil eftir góðan sigur á Slóvenum í gær.
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árinu 2025 jöklum á hverfanda hveli. Frá aldamótum hafa um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið. Eftir eru einungis leifar sem hættar eru að skríða undan eigin þunga. Það er fyrirséð að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hefur Hofsjökull eystri verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eiga stutt eftir. Hvað gerir til þó jöklarnir bráðni? Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur ræðir málið við okkur.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðinur Íslandsbanka, ræðir við okkur um íslensku krónuna og gjaldeyrismarkaðinn í ljósi vendinga vestanhafs og viðskipta hér heima.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um áhrifavalda sem þéna mikið á samfélagsmiðlum en eru þó ekki til, heldur alfarið skapaðir af gervigreind. Við ræðum þessa tækni og gervigreind á nýju ári við Hafstein Einarsson, dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðing í gervigreind.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall.
Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austurlandi gefur okkur stöðuna í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Eftirtalin lið mætast á fyrra undankvöldi í 2. umferð:
1. Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
2. Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
3. Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Garðarbæ
4. Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskólinn á Akureyri
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
***Valur Gunnarsson er gestur Rokklands í dag en í nýjustu bók sinni sem heitir Berlínarbjarmar: Langamma, Bowie og ég – er Valur að flétta saman allskyns sagnfræði og pælingum – hrærir heimspólitíkinni og stríðsbrölti saman við rokk og ról- David Bowie og Bítlana,
Við ætlum að tala um Berlín og Bowie – Elvis og Springsteen og U2 – kalda stríðið – og hvort Bítlarnir hafi fellt Berlínarmúrinn á sínum tíma með opnunarhljómnum í hard Days night eins og sumir hafa haldið fram.
***Við minnumst líka Tálknfirðingsins Árna Grétars Jóhannessonar sem kallaði sig Futuregrapher, en hann er látinn. Bifreið sem hann ók hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en komst aldrei aftur til meðvitundar. Árni hafði háð langa baráttu við sjálfan sig.
Við rifjum upp viðtal við Árna og Jón Ólafsson frá 11. október 2015 en þá voru þeir félagrnir nýbúnir að gefa út plötu saman, plötuna EITT – fyrstu af þremur sem voru planaðar. Hinar tvær hafa ekki enn komið út.