12:03
Hádegið
Þungunarrof löglegt í Argentínu og hvað vitum við um bóluefnið?
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um nýja þungunarrofslöggjöf í Argentínu, sem var samþykkt í gær. Ákvörðun argentíska þingsins markar tímamót, og Argentína er nú komið í hóp fárra ríkja sem heimila þungarrof í Suður-Ameríku.

Í síðari hluta þáttarins er fjallað um bóluefnið Comirnaty, sem hefur verið samþykkt til notkunar hér á landi. Byrjað var að bólusetja í gær, en hvaða bóluefni er þetta? Hvað er vitað um það? Og vitum við eitthvað um aukaverkanir? Katrín ræðir við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar um það og fleira til.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 30. desember 2021.
Lengd: 58 mín.
,