Þáttur 1 af 5
Árið 1981 ákveður KSÍ að stofna kvennalandslið í knattspyrnu og stelpunar leika fyrsta landsleikinn við Skotland. Meðbyrinn er lítill og gagnrýnin er hávær – en baráttan er hafin.
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.