
Víkingur leikur Goldberg-tilbrigðin
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur Goldberg-tilbrigði Johanns Sebastians Bachs í Eldborg. Tónleikarnir, sem haldnir voru á fertugsafmæli Víkings, voru hápunktur á miklu tónleikaferðalagi þar sem hann hafði flutt Goldberg-tilbrigðin alls 88 sinnum í mörgum af glæsilegustu tónleikahúsum heims til að fylgja eftir útgáfu sinni á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Grammophon. Á undan tónleikunum ræðir Guðni Tómasson við Viking Heiðar um Goldberg tilbrigðin. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir. Framleiðsla: RÚV í samstarfi við Deutsche Grammophon.