
Við tvær
Deux
Frönsk kvikmynd frá 2019. Nina og Madeleine hafa verið nágrannar, vinkonur, og það sem enginn veit - elskendur - í áratugi. Þegar breytingar verða á högum Madeleine myndast skyndilega hætta á að leyndarmál þeirra komist upp. Leikstjóri: Filippo Meneghetti. Aðalhlutverk: Barbara Sukowa, Martine Chevallier og Léa Drucker.