
Vasulka áhrifin
Íslensk heimildarmynd um hjónin Steinu og Woody Vasulka sem voru frumkvöðlar í gerð vídeólistar á heimsvísu. Hjónin kynntust í listaskóla í Prag við upphaf sjöunda áratugarins og fluttust síðar til Bandaríkjanna. Þar stofnuðu þau meðal annars virt sýningar- og tónlistarrými í New York og gegndu prófessorsstöðum við háskólann í Buffalo. Nú eru þau á eftirlaunaaldri og voru í fjárhagskröggum þegar þau voru skyndilega enduruppgötvuð af listaheiminum sem skaut þeim upp á stjörnuhimininn á ný. Leikstjóri: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Margrét Jónasdóttir.