
Trúnó í sánunni
Smoke Sauna Sisterhood
Eistnesk-íslensk heimildarmynd um konur sem tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni og leyndarmálum og skola af sér skömmina í öruggu umhverfi gufubaðsins. Myndin var framlag Eistlands til Óskarsverðlaunanna 2024 og valin besta heimildarmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Leikstjóri: Anna Hints.