
Suðupunktur
Boiling Point
Hörkuspennandi verðlaunamynd frá 2021 í leikstjórn Philips Barantini. Myndin er tekin í einni samfelldri töku þar sem fylgst er með kvöldstund á veitingastað á annasamasta degi ársins. Matreiðsluteymið og þjónarnir eru undir gríðarlegu álagi og allt er undir. Aðalhlutverk: Stephen Graham, Vinette Robinson og Alice Feetham. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.