
Sofie
Dönsk dramamynd frá 1992 í leikstjórn Liv Ullmann. Sofie býr í Kaupmannahöfn ásamt ástríkum foreldrum sínum. Fylgst er með henni takast á við ólíkar áskoranir lífsins yfir tæplega 20 ára tímabil, frá 1886-1907. Myndin er byggð á skáldsögunni Mendel Philipsen and Son, eftir Henri Nathansen. Aðalhlutverk: Karen-Lise Mynster, Erland Josephson og Ghita Nørby. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.