Sagnameistarinn
Heimildarmynd þar sem Einar Kárason fer yfir feril sinn og tengingu sína við leiklist, kvikmyndir og lifandi sagnaflutning. Hann fer á slóðir Sturlunga í Skagafirði, kemur við í Reykholti og á Skemmuloftinu í Landnámssetrinu. Siglingar og knattspyrna koma við sögu og rætt er við ýmsa sem eru kunnugir Einari og verkum hans. Handrit og umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson.